Daglega þjónusta við útstöðvar og netþjóna.
Þjónustuver er opið samkvæmt opnunartíma og sér um að taka við málum í síma eða tölvupósti og koma þeim í réttan farveg. Flest mál eru leyst hér.
Kerfisstjórar okkar geta fjartengst tölvum starfsmanna til að sinna málum. Fljótlegast og hagkvæmast. Oft eru málin leyst í einu símtali með þessum hætti.
Kerfisstjórar mæta á vettvang og leysa úr málum á staðnum.
Utan opnunartíma er starfrækt bakvaktarþjónusta allan sólarhringinn. Starfsmaður á vakt reynir að leysa neyðarmál án tafar.
Frágangur netlagna. Mikið er lagt upp úr því að allur frágangur sé snyrtilegur. Netlagnir skipulagðar til að gera ráð fyrir uppfærslum í framtíðinni.
Kerfisstjórar með sérþekkingu aðstoða með sértæk vandamál
Hægt er að útbúa þjónustusamninga með skilgreindu viðbragði, viðveru, afslætti af þjónustuliðum o.fl.